31 mars 2007

Siðasta færslan..

Núna er ég búin að vera í San Fran í rúma viku. Ekkert smá skemmtilegt að vera hérna. Frábær félagsskapur og heillandi borg. Undanfarna daga erum við búin að gera svo margt s.s.
-Hjóla meðfram ströndinni, gegnum Fisherman´s wharf, yfir Golden Gate brúna og yfir í lítið sætt þorp hinum megin við flóann.
- Rölt um Castrohverfið
-Verslað eins og vindurinn, þarf ekki að versla neitt fyrir jólin nema fyrir sjálfa mig.... hef núna bara áhyggjur af yfirvigtinni heim frá London úfffff
- Borðað endalaust mikið af góðum mat og drukkið endalaust mikið af góðu víni (aðeins of mikið í eitt skiptið og það í fyrsta skiptið í allri ferðinni, aðeins öðruvísi en þegar við Ásdís litla vorum í Asíu)
-Reynt að komast 2 sinnum út í Alcatraz, gengur ekki auðveldlega, alltaf uppselt?????
-Farið upp á Twin Peaks og horft yfir borgina. Rúntað út á China Beach og tekið myndir af Golden Gate brúnni
- Skoðað hús ríka og fræga fólksins
-Farið í vínsmökkunarferð í Napa dalinn. Keypti vín hjá Francis og Eleanor Coppola. Séð óskarsverðlaunastyttur á sama stað.
Já svo endalaust margt hægt að gera í San Fran. Og ég á svo margt eftir að gera.
Ég held að ég muni ekki blogga neitt meira í þessari ferð.
Ég flýg til London á þriðjudaginn. Lendi í London á miðvikudaginn. Ætla að vera hjá Ásdísi í þrjá daga og svo held ég heim á leið. Styttist hversdagsleikann. Ég kann vel við þennan hversdagsleika, þ.e. hversdagsleikann á ferðalagi.
Hvert skal haldið næst? Kína, Indland, Suður Ameríka?
Þangað til næst
Helga

27 mars 2007

Land hinna frjalsu......

Það er víst USA. Jamm og hér getur maður víst gert hvað sem er, ekki satt?
Í dag fórum við í leiðangur og skoðuðum skólann hennar Hjördísar og versluðum. Fórum í HM og misstum okkur aðeins (hver gerir það ekki). Þar var mikið að gera. Við misstum sjónar af hvor annarri mjög fljótlega innan um allar Madonnu flíkurnar. Þegar ég var búin að borga mitt dót fór ég að leita af hinum verslunarsjúklingunum. Allt í einu sá ég stelpu klæðandi sig úr út í einu horninu, "rosalega eru allir frjálslegir hérna" hugsaði ég. Þegar betur var að gáð sá ég að þetta var hún Hóffý.... hún nennti sko ekki að bíða eftir öllu fólkinu sem var inn í mátunarklefunum. Ég hélt að ég yrði ekki eldri ahahaha. Ameríka er sko land hinna frjálsu, þú getur mátað föt hvar sem þú ert.
Helga

26 mars 2007

San Fran...

Ég kvaddi Eyjaálfu sl. föstudag. Ég flaug frá Auckland til Los Angeles. Eitthver vélarbilun var i flugvélinni minni þannig að klukkutíma töf varð á fluginu. Þessi vélarbilun leiddi til þess ad videókerfið í vélinni lá niðri í einhvern tíma (ímyndið ykkur 12 tíma flug án þess ad horfa á videó), bilunin leiddi líka til þess að ég missti af tengifluginu mínu til San Fran frá LA. Ég var svo óheppin ad ég fékk "B" sæti í flugvélinni sem þýðir að ég var á mili tveggja ókunnugra. Ég hefði svosem getað fengið verri ferdafélaga. Annar ferðafélaginn var 90 ára gamall karlmaður frá USA. Ekkert smá skemmtilegur kall, býr á hjúkrunarheimili en vill ekki bara horfa á sjónvarpið og bíða eftir því að deyja og því er hann búinn að ferðast út um allann heim. Var að koma heim úr þriggja landa reisu (ég var reyndar skíthraedd um ad hann myndi nú bara deyja í þessu flugi, svo gamall var hann). Þessi elska fékk nokkur rokkprik frá mér þegar hann spurði hvort hann mætti spyrja mig persónulegrar spurningar, ég hélt það nú....."ertu nokkuð kvikmyndastjarna?" hahahahaha. Skemmtilegasta spurning sem ég hef fengið í þessari ferð.
Þrátt fyrir tafirnar komst ég heil á höldnu til San Fran þar sem Hjördís og Tómas tóku á móti mér á flugvellinum. Við fórum strax í lautarferd þarf sem við hittum annað íslenskt par, son þeirra og Kristinn Kára. Um kvöldið kom Hóffý svo frá Íslandi. Þannig að þessa dagana er afskaplega glatt á hjalla í San Fran.
Í gær fórum við stelpurnar í bæjarferð. Fórum niður á Union torg, fengum okkur að borda og röltum svo um kínahverfið og Ítalska hverfið og enduðum svo á því að fara í fótsnyrtingu. Í gærkvöldi fórum við svo út að borða á tælenskum veitingastað og viltum svo óvart inn í rauðahverfið í San Fran, bara gaman af því.
Í dag á Tómas afmæli. Við tókum daginn snemma, vöknuðum kl 7:30 og fórum í messu... já þið heyrið rétt við fórum í messu þar sem aldrei var talað um Guð eða Jesú. Heldur bara kærleik og ást. Þarna var alls konar fólk. Hvítir, svartir, bleikhærðir og skollóttir, gagnkynhneigðir, samkynhneigðir, kynskiptingar, rónar, ríkir, fátækir, fatlaðir, heimilislausir, bara allir. Bara nokkuð áhugavert. eftir það fórum við heim og undirbjuggum afmælisveislu fyrir Tómas. Eftir afmælið fórum við svo í bíltúr . Mjög skemmtilegur dagur.
Margt á dagsskrá framundan.
Helga

21 mars 2007

Sidustu dagarnir i NZ

Jaeja.... langt sidan eg bloggadi sidast. Mikid buid ad gerast.
Thegar eg kvaddi i sidustu faerslu var eg ad fara ad kvedja sudureyjuna og margt af thvi folki sem vid Alfheidur hofdum ferdast med.
Vid gistum i hofudborg nysjalendinga fyrstu nottina a nordur eyjunni. Flestir (sem voru afram i hopnum) foru nu a tjuttid thetta kvold gudslifandi fegnir ad geta klaett sig adeins upp. Eg var nu bara heima, hafdi hvort sem er engin betri fot til ad fara i (eda bara nennti ekki ut). Daginn eftir fengum vid svo nyja leidsogumenn sem eg kys ad kalla leidsogumenn (eda mann) daudans. Eg verd eiginlega ad byrja a thvi ad segja ykkur betur fra Neil og Dan (leidsogumonnunum okkar af sudureyjunni). Neil er thessi ofurafslappadi nysjalendingur sem skellti ser a sjobretti i ollum sjavarthorpunum sem vid stoppudum i. Greiddi ser orugglega aldrei og var ekki mikid ad stressa sig a lifinu. Dan ofvirki sviinn okkar sem leit ut eins og ofurhetja og gekk alltaf um i throngum bolum og hlo hatt og mikid og var skemmtikraftur hopsins. Frabaer blanda!!!
Jaeja, a nordur eyjunni tok a moti okkur JP fra USA Texas og Tom fra UK. JP var ofurskipulagdur, alltaf a timanum, kom fram vid okkur eins og born og var bara ergjandi yfir hofud. Tom adstodarleidsogumadurinn gerdi allt eins og JP sagdi honum ad gera, mjog finn strakur en gjorsamlega undir haelnum a JP. Thvilikur munur ad leidsogumonnunum ufffff.
Eg reyndi nu ad lata JP ekki fara i taugarnar a mer en ef hann hefdi einu sinni enn vakid okkur upp med thvi ad segja.....vek'iveik'iveik'i (sagt eins og er skrifad)hefdi eg flippad ut. Tratt fyrir ofurskipulagninguna hans tha vorum vid yfirleitt alltaf of sein af stad a morgnana (medan a sudureyjunni tha forum vid alltaf af stad a slaginu) og folk var bara yfir hofud pirrad ut i hann.
Jaeja nog um leidsogumennina. Eg let tha nu ekki eydileggja fyrir mig ferdina.
Vid erum bunar ad gera ymislegt herna a nordureyjunni. T.d. forum vid i blackwaterrafting sem er nk. tubing i gegnum hella. Mjog gaman, ekkert adrenalinkikk en skemmtilegt. Saum endalaust mikid af gloormum. Sama dag biladi rutan okkar thannig ad vid vorum strandaglopar i nokkra klukkutima. Okkur var svo skutlad til Auckland thar sem vid klaeddum okkur oll upp i e-d graent og heldum upp a dag hins heilags patreks og skelltum okkur a irskan pobb. Mjog skemmtilegt kvold. Daginn eftir keyrdum vid i marga klukkutima og komum loksins til Bay of Islands. Mjog fallegt svaedi nyrst a nordur eyjunni. Vid gistum thar i 2 naetur. Vid fengum alveg ljomandi gott vedur og okkur tokst meir ad segja ad brenna (i fyrsta skiptid i allri ferdinni). Vid forum i siglingu thar og horfdum a maorasyningu.
Nuna er ferdin buin og vid erum i Auckland. Versludum eins og vindurinn i gaer og hittum svo krakkana ur hopnum okkar i gaerkvoldi. Svo flygur Alfa litla heim i dag en ef fer til San Fran a morgun. Hlakka mikid til ad heimsaekja Hjordisi, Tomas og Kristinn Kara. Svo kemur Hoffy fra Islandi. Eg er alltaf med godu folki :).

Nyja Sjaland er mjog svipad Islandi ad vissu leyti.
Her eru orugglega fleiri einbreidar bryr en heima
Baejarnofnin her eru alika erfid og heima (t.e.a.s. fyrir utlendinga)
Her eru natturulega joklar og hverir eins og heima
Nyja Sjaland er algjor utivistaparadis!!!

Thad sem hefur komid mer a ovart er hvad thad eru rosalega margir nautgripir her (kyr,kalfar, naut, kvigur o.s.frv.) Eg tok miklu meira eftir kunum en kindunum!
Eg ved ur einu i annad. Erfitt ad segja fra hlutunum thegar madur getur ekki gert thad jafn odum.
Ad sofa i tjaldi i tvaer vikur er ekkert mal (thratt fyrir miklar rigningar og rok)
Mer finnst NZ algjor paradis og tha serstaklega sudureyjan. Tvaer vikur er allt of stuttur timi til ad vera herna, 1-2 manudir er naerri lagi. Allir til Nyja Sjalands
Yfir og ut
Helga

14 mars 2007

Meira um NZ

Nuna erum vid i Nelson. Thetta er sidasti dagurinn okkar a sudureyjunni. Margt hefur gerst undanfarna daga.
Eftir ad vid forum fra Fox jokli lobbudum vid i kringum vatn og saum jokulinn speglast i vatninu. Thadan drifum vid okkur svo a tjaldstaedid okkar. A leidinni thangad reyndum vid ad finna Kiwi fugla i myrkrinu en vid saum natturulega enga fugla thvi vid vorum svo upptekin af thvi ad horfa a stjornurnar. Himininn her er engum likur, hef hvergi sed hann fallegri. Thetta kvold sa eg halastjornu og milkyway var svoooo skyr. Get bara ekki haett ad tala um thessar stjornur. Well vid gistum bara eina nott a thessu tjaldsvaedi. Morguninn eftir heldum vid svo ferdinni afram. Vid byrjudum ad thvi ad stoppa a safni um dadyraveidar a NZ. Eigandi safnsins var bara fyndinn og mikid karlmenni ad eigin sogn (t.e. ekki kaffilattedrekkandi metrogaei fra Aucland). Hann vann vid thad ad stokkva ur thyrlu til ad veida dadyr (ja their fara alltaf audveldustu leidina herna i NZ). Vid horfudum a myndband um thessar dadyraveidar og svo fekk mannskapurinn ser pokarottupae. Mjog skemmtilegt. Eftir thetta forum vid svo i 1 og1/2 klt gongu og sumir akvadu ad hjola 36 km ad naesta nattstad. Eg thekki min takmork og hjoladi ekki upp og nidur margar brekkur med motvind thannig ad eg for bara beint a tjaldstaedid.
Daginn eftir voknudum vid upp vid rigningu en vid letum thad nu ekki stoppa okkur og skelltum okkur a hestbak. Ferdin var mjog fin. Heldur haeg fyrir minn smekk en hun endadi vel med thvi ad hleypa thessum ofvoxnu hestum a strondinni. Var buin ad gleyma thvi hvad thad er gaman ad fara a hestbak. Vid aetludum ad fara i rafting thennan dag en thad var ekki nogu mikid vatn i anni. Seinni partinn forum vid svo ad ponnukokuklettum. Magnad fyrirbaeri sem their hafa ekki fundir skyringu a. Klettarnir eru thannig ad their eru eins upphladnar ponnukokur (ef thid skiljid hvad eg meina). Um kvoldid forum vid svo i hellaskodun og saum fullt af gloormum (glow worms) og skelltum okkur svo ad barinn. Daginn eftir rigndi eins og hellt vaeri ur fotu. Og enginn hafdi ahuga a thvi ad gera neitt thennan dag enda hefdi madur ekki hleypt hundinum sinum ut. Vid keyrdum thi ad Abel Tasman tjodgardinum sem a ad vera einn solrikasti stadur Nyja Sjalands. En hann akvad ad vera ekkert svo solrikur bara fyrir okkur. Daginn eftir (sorry eg er buin ad missa timaskynid). For meginn thorrinn i frekari hellaskodun en eg og Alfheidur asamt 3 odrum akvadum ad skella okkur a sjokajak (vid erum natturulega i kajakklubbnum Kidda). Vid letum rok og rigningu ekki a okkur fa og skelltum okkur ut a sjo (mjog skynsamlegt). Jaeja vid Alfa litla vorum saman a Kajak og eg sat fyrir aftan hana og atti ad stjorna batnum. Og svo var lagt af stad. Vid vorum nu ekki thaer bestu i ad roa batnum okkar en afram komumst vid tho. Rett adur en vid komum ad landi til ad taka sma pasu missti eg fotstyringuna thannig ad eg (kajaksnillingurinn sjalfur) thurfti ad laga hana ut a rumsjo (eda svona 200 m fra strondinni). Thad reddadis. Eftir pasuna okkar var svo haldid heim a leid. Tha hafdi baett talsvert i vindinni thannig ad thad var talsverdur oldugangur. Leidsogumadurinn okkar hafdi vist aldrei sed svona mikinn oldugang i Abel Tasman thjodgardinum. Thegar vid vorum komnar talsvert ut a sjo tha thurftum vid ad snua batnum. Thad var alveg sama hvad vid gerdum baturinn snerist ekki og vid vorum bara fastar einhversstadar ut a hafi thannig ad thad endadi med thvi ad leidsogumadurinn okkar thurfti ad hjalpa okkur ad snua batnum. Okkur leid natturulega eins og aumingjum ad hafa ekki getad snuid batnum en truid mer ad i miklum oldum, roki og rigninu tha er thad erfitt. Enda er eg med itrottameidsl eftir thessi atok. Eg get varla hreyft h. ulnlidinn og hann er mjog bolginn. Ef eg vissi ekki betur myndi eg halda ad eg vaeri brotin en eg held ad eg hafi gengid fra einhverjum vodva tharna i ulnlidnum (eg kys ad kalla thennan vodva Kajakvoda). Nuna sit eg med halfgerda dorsalspelku og reyni ad hreyfa ulnlidinn sem minnst en fjandi er thetta vont.
I gaerkvoldi forum vid svo ut ad borda og fengum dyrindis dadyrasteik, eftirrett og fullt af vini (4 glos a mann) a 2000 kall (sem er natturulega bara djok)
Jaeja eg segi thetta gott i bili. Siglum yfir a nordur eyjuna i kvold. Gistum i Wellington i nott og holdum svo nordur a leid.
Vid fengum toskuna hennar alfheidar loksins i gaer og thad var mikil gledi.
knus og kossar til allra
Helga

09 mars 2007

Ferdin

A midvikudaginn sidasta hofum vid stollur ferd okkar um Nyja Sjaland. Eftir tvo goda daga i Christchurch forum vid med rutu til Queenstown thar sem vid attum ad hitta restina af hopnum. Ferdin thangad er svolitid long og rutubilstjorinn akvad ad frysta okkur a leidinni og keyrdi svo alveg eins og brjalaedingur i grenjandi rigningunni (allir i rutunni voru natturulega bara i sumarfotunum sinum). Jaeja vid komumst heilar a leidarenda og hittum thar leidsogumennina okkar, Dan sem er svii og er buin ad bua herna i 2 ar og Neil sem eg held ad se nysjalendingur. Hopurinn okkar bara godur. Blanda af misungu folki fra hinum ymsu londum (UK, USA, Iran, Danmorku,Thyskalandi, Hollandi, Kolimbiu, Kanada og Island). Flestir a aldrinum 25-35 ara en svo eru nokkrar 18 ara og einn sem er a mjog oraedum aldri (orugglega i kringum 50 ara).
Fyrstu nottina okkar i tjaldi do eg naestum thvi ur kulda. Thannig ad mitt fyrsta verk daginn eftir var ad kaupa mer dyrindis gongudunpoka fyrir marga thusundkalla. Eg er buin ad sofa eins og steinn sidan eg fekk hann. Queenstown er alveg rosalega fallegur baer. Vid roltum um og birgdum okkur upp af hlyjum fot thvi her verdur alveg ogedslega kalt a kvoldin (thad er sko ca. agust-september nuna). Taskan hennar Alfheidar er loksins fundin thannig ad vid eigum vonandi von a henni a naestu dogum.
Any way. Fra Queenstown heldum vid afram i att ad vesturstrond NZ. Vid hjoludum ca. 15 km fyrsta daginn okkar og nutum utsynisins. Naesta dag forum vid a hradbat inn i einhvern dal og hjoludum svo eins og vindurinn. I gaerkvoldi forum vid svo a strondina og nutum lifsins. Vedrid var svo fallegt i gaer. Blankalogn, heidskyrt og svo stjornubjart ad eg hef aldrei sed annad eins. A leidinni heim saum vid stjornurnar speglast i tjorn sem vid gengum fram hja, alveg geggjad. Nuna erum vid i litlum bae vid Fox jokulinn. Flestir ur ferdinni foru med thyrlu upp a jokulinn en vid akvadum ad sleppa thvi.... aetlum frekar ad fara i odyrari ferdir s.s. river rafting og kajakferdir og svo ad ogleymdu ad synda med hofrunum sem eg aetla sko ad gera.
Nuna erum vid thvi bara chilla og aetlum ad hjola svo i kvold (hjolum a.m.k. 20 km a dag og svo lobbum vid fullt)
Aei thetta er hundleidinleg faersla en eg get bara sagt ykkur thad ad vid skemmtum okkur rosalega vel
Helga

05 mars 2007

Nyja Sjaland

Jaeja vid erum komnar til Christchurch i Nyja Sjalandi. Alfheidur tok a moti mer a flugvellinum. Allt gekk vel hja okkur nema hvad Qantas tokst ad tyna farangrinum hennar Alfheidar. Vid erum sannfaerdar um ad hann skili ser nu ad lokum. Aetlum ad rolta um baeinn i dag og erum bunar ad maela okkur mot vid Berg, Mariu og Mikka i lunch. Thad er alveg ofbodslega gott vedur, sol og blida.
Ferdin okkar byrjar snemma i fyrramalid. Eg veit ekki hversu oft vid komumst a netid i ferdinni en vid latum vita af okkur.
Kvedja
Helga og Alfheidur

Uppfaert!!
Hittum Mariu, Berg og Mikka i lunch sem var mjog notalegt. Maria runtadi svo med okkur i kringum Christchurch thannig ad vid saum miklu meira af svaedinu en vid heldum ad vid myndum gera. Mikki var svo saetur ad lana okkur sitthvoran goritex regnjakkann thannig ad vid munum ekki rigna nidur i ferdinni, hann er gjorsamlega ad bjarga okkur. Gott ad thekkja gott folk ut um allan heim. Takk kaerlega fyrir daginn elsku Maria, Bergur og Mikki
Helga og Alfheidur